Lyflækningadeild

Yfirlæknir: Björn Magnússon

Hjúkrunardeildarstjóri: Guðrún Kormáksdóttir

Sími  432 2210
Fax   432 2212

Staðsetning: Deildin er staðsett á 2. hæð í gömlu byggingu sjúkrahússins

 

Almennt um deildina
Lyflækningadeildin er 18 rúma legudeild sem er opin allan sólarhringinn alla daga.
Á deildinni fer fram almenn og bráða þjónustu í lyflækningum. Flestir sjúklingar sem leggjast inn koma þó vegna bráðra veikinda.
Talsvert er um að bæklunarsjúklingar koma frá Landspítala til endurhæfingar.

Einnig sinnir deildin sjúklingum með langvinna sjúkdóma og líknandi meðferð.

 

Hagnýtar upplýsingar til aðstandenda
Heimsóknartímar deildarinnar eru kl.15-16 og 18:30 – 19:30 – en einnig eftir nánara samkomulagi. Aðstandendur mikið veikra sjúklinga geta verið hjá ástvinum sínum allan sólahringinn ef þeir óska eftir.  Deildin hefur á að skipa vel útbúnu aðstandendaherbergi sem aðstandendur geta nýtt sér m.a. við slíkar aðstæður.

 

Sérfræðingar á deildinni: 

Annie B.Sigfúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir

Björn Magnússonyfirlæknir deildarinnar, sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum

Sigurjón Vilbergsson, lyflæknir og sérfræðingur meltingarsjúkdómum.

Þorkell Guðbrandsson, lyflæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum.