Vinafélag hjúkrunardeildanna Selfossi

 

Vinafélag Foss- og Ljósheima og Móbergs hefur verið starfsækt síðan árið 2004 og starfar í nánu samstarfi við stjórnendur hjúkrunadeilda HSU.

Megin markmið félagsins er að efla tómstunda- og afþreyingastarf fyrir heimilisfólk hjúkrunadeilda HSU og auka möguleika þeirra á meiri tilbreytingu  og standa vörð um aðbúnað þeirra sem búa á deildunum. Einnig er markmið að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og aðra áhersluþætti sem snúa að eldra fólki. Allar ákvarðanir um tómstunda- og afþreyingarmál eru unnar í fullu samráði við stjórnendur deildanna.