Sóknarprestur eða djákni leiða kveðjustund og veita nauðsynlegar upplýsingar um framvindu mála sé þess óskað.
Upplýsingar um sóknir þjóðkirkjunnar og presta má finna á vef Þjóðkirkjunnar.
Hvað úrvinnslu sorgarinnar áhrærir og veginn til huggunar eru sóknarprestar fúsir til að beina aðstandendum á þá leið sem æskilegt eða nauðsynlegt er að fara, benda á aðra sem hjálpa, hagnýtt lesefni o.fl.
Í riti Landlæknisembættisins Menningarheimar mætast – áhrif trúar, menningar og arfleifðar á samskipti og meðferð innan heilbrigðisþjónustunnar eru aðgengilegar upplýsingar varðandi trúarbrögð, lífsgildi og áhrif mismunandi menningar á athafnir daglegs lífs.
Hér má nálgast lista yfir skráð trúfélög á Íslandi.
Til eru frjáls félagasamtök og hópar sem styðja syrgjendur við að takast á við sorgina.
Sorgarmiðstöð er þjónustumiðstöð fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra. Miðstöðin er samstarfsverkefni fjögurra grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Þau eru Ný dögun, Birta landssamtök, Ljónshjarta og Gleym mér ei styrktarfélag.
Á vefnum Missir.is eru ýmsar upplýsingar og fræðsluefni fyrir einstaklinga sem vilja leita sér aðstoðar á erfiðum stundum.
Lífið eru samtök um líknarmeðferðir og þar fræðslu- og kynningarefni að finna.