Læknir skal rita dánarvottorð og þarf það að liggja fyrir áður en kemur til útfarar.
Aðstandendur nálgast dánarvottorð á deild sjúklings eða hjá heilbrigðisgagnafræðingum.
Dánarvottorðið er afhent sýslumanni þar sem hinn látni átti lögheimili.
Hjá sýslumanni er síðan útgefið staðfestingarvottorð sem prestur, eða annar sem annast útförina, fær í hendur fyrir hana.
Sjá frekari upplýsingar á vefsíðunni Sýslumenn.is um tilkynningu andláts og önnur formsatriði í tengslum við andlát og útför.