Áreynslupróf

Tilgangur áreynsluprófs er að láta reyna á hjarta, lungu og æðakerfi.  Einnig fæst við prófið mat á úthaldi og þoli.
Læknir gæti hafa mælt með áreynsluprófi af ýmsum ástæðum en oftast er spurningin um hvort finna megi merki um þrengingar á kransæðum vegna æðakölkunar. Áreynslupróf er einnig gott til að meta hvort óhætt sé að hefja líkamsrækt og hversu kröftug hún skal vera.

Hvernig fer prófið fram ?
Á brjóstkassa og axlir eru fest rafskaut sem tengd eru við hjartaafrita sem nemur rafvirkni hjartans meðan á prófinu stendur.

Á HSU er notað þrekhjól í áreynsluprófinu. Þyngdin eykst jafnt og þétt með 1- 2 mínútna millibili og þannig er álag á hjarta– og æðakerfi smám saman aukið.
Áreynsluprófið sjálft tekur venjulega um 10-15 mínútur, gera má þó ráð fyrir alls um 30 mínútum með undirbúningi.

 

Mælt er með að hafa með sér góða skó til þess að geta hjólað í og að konur komi í þægilegum brjóstarhaldara.

 

Í upphafi prófs og meðan á prófi stendur er fylgst með blóðþrýstingi en einnig starfsemi hjartans á hjartalínuriti.

Það er eðlilegt að þreytast við áreynslu, Þú verður sjálfsagt móð/ur og svitnar líka svolítið.  Ekki er að búast við öðru.

Það er fylgst með þér á hjartarafrita allan tímann meðan á prófinu stendur og læknirinn getur gripið inní og stöðvað hvenær sem er ef vandamál koma upp.
Mikilvægt !
Áður en áreynsluprófið hefst er áríðandi að fram komi ef þú ert á lyfjameðferð, sérstaklega er það mikilvægt ef þú ert á lyfjum vegna hjartans eða vegna blóðþrýstings.

 

Forðist að borða mikið rétt fyrir prófið

Ekki má reykja, drekka áfengi eða kaffi fyrir áreynsluprófið.

 

 

Starfsfólk Hjartarannsóknar HSU