Göngudeild Lyflækninga

gongudeildinGöngudeild lyfllækninga opnaði í lok nóvember 2014. Hlutverk hennar er að sinna sjúklingum sem þurfa á blóðskilun að halda ásamt blóðgjöfum og ýmsum lyfjagjöfum.

Sjúklingar sem þurfa á blóðskilun að halda eru þeir einstaklingar sem eru með nýrnabilun á lokastigi.

Sjúklingar sem koma í blóð- og lyfjagjafir koma vegna sjúkdóma eins og meltingarfærasjúkdóma, húðsjúkdóma, taugasjúkdóma, gigtarsjúkdóma, blóðsjúkdóma og krabbameina.

Þar starfa sjö hjúkrunarfræðingar.

 

Opnunartími: 8-16, mánudaga – miðvikudaga – föstudaga

Sími: 432 2000

Aðsetur: Deildin er staðsett á fyrstu hæð í gömlu byggingunni.

Yfirlæknir: Björn Magnússon

Hjúkrunardeildarstjóri: Guðrún Kormáksdóttir