Sjúkraflutningarmenn HSu að kenna fyrir sjúkraflutningarskólann

Sjúkraflutningsmenn HSu hafa verið með verklega kennslu á grunnnámskeiði í sjúkraflutningum (EMT-B). Kennslan hefur farið fram í hinum nýja og stórglæsilega fyrirlestrasal HSu sem staðsettur er í kjallara nýbyggingarinnar.


 

Þetta er fjarnámskeið frá sjúkraflutningaskólanum þar sem nemendur hlýða á fyrirlestra á netinu í gengum fjarfundabúnað. Verklegar lotur fara svo fram þrisvar sinnum á meðan námskeið stendur.


Markmið námskeiðsins er að gera nemendur færa um að meta ástand mikið veikra og slasaðra sjúklinga, taka ákvörðun um og beita allri nauðsynlegri og viðeigandi bráðameðferð.


Í verklegri kennslu fá nemendur meðal annars þjálfun í öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, almenna flutningstækni, skráningu og skýrslugerð, fæðingarhjálp, meðhöndlun sára og áverka svo eitthvað sé nefnt.


Nemendur komu hvaðan af landinu, þó meirihluti þáttakanda sé frá Suðurlandi. Þáttakendur komu einnig frá Akureyri og Grundafirði. Menntun þeirra er allt frá Háskólamenntun í Fjölmiðlun, hjúkrunarfræði og 1.árs læknanemi.


Einn verkleg lota er eftir hjá þessum hóp og mun sú lota enda með lokaprófi þar sem verðandi sjúkraflutningarmenn þurfa að standast bæði verkleg og skrifleg próf til að útskrifast sem sjúkraflutningsmenn.