Sjúkraflutningar til HSu

Frá og með kl. 1. janúar nk. annast sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands alla sjúkraflutninga í Árnessýslu.Stofnunin sinnir áfram sjúkraflutningum milli stofnana eins og verið hefur, en tekur um áramótin við þeim sjúkraflutningum, sem lögreglan á Selfossi hefur annast.  Allir sjúkraflutningar verða með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur.  Eins og fram hefur komið, skal hafa samband við Neyðarlínuna, sími 112, þegar kalla þarf út sjúkrabíl.

Ármann Höskuldsson hefur verið ráðinn yfirmaður allra sjúkraflutninga við stofnunina hér á Selfossi.

Sjúkraflutningar til HSu

Heilbrigðisstofnunin hefur auglýst lausar stöður sjúkraflutningamanna og umsjónarmanns sjúkraflutninga vegna sjúkraflutninga í Árnessýslu frá og með 1. janúar 2006. HSu mun annast sjúkraflutninga í Árnessýslu frá og með næstu áramótum skv. ákvörðun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.

Read More