Sjúkraflutningar til HSu um áramótin

Um áramótin mun Lögreglan í Árnessýslu láta af sjúkraflutningum í Árnessýslu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands taka við. Á sama tíma mun Neyðarlínan, 112 taka við símsvörun og beiðnum um sjúkraflutninga ásamt því að sjá um allar skráningar á sjúkraflutningum inn í sérstakt landskerfi sjúkraflutninga.

Til að þessi breyting gangi sem best fyrir sig og boðun sjúkrabifreiða verði með sem tryggustum hætti er mikilvægt að þegar óskað er eftir sjúkrabifreið að hringt sé í Neyðarlínuna, 112, en EKKI beint á varðstofu lögreglu.


Þegar haft er samband við Neyðarlínuna 112, munu þeir óska eftir persónuupplýsingum um viðkomandi sjúkling og skrá þær strax í landskerfi sjúkraflutninga. Þess vegna er mjög gott að vera með þessar upplýsingar tiltækar áður en hringt er í Neyðarlínuna, 112.
Breyting þessi tekur gildi 1. janúar 2006.