Sjúkraflutningar á Suðurlandi með óbreyttum hætti

Sjúkraflutningar á Suðurlandi verða með óbreyttum hætti þrátt fyrir boðaðar verkfallsaðgerðir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) annast sjúkraflutninga í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. Boðað verkfall nær ekki til sjúkraflutninga sem HSu annast.