Sjúkraflutningamenn vinna að auglýsingu

Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu settu upp slysavettvang í samstarfi við lögreglu og Brunavarnir Árnessýslu s.l. föstudagskvöld. Tilgangurinn var myndataka í tengslum við auglýsingar sem Félag sjúkraflutningamanna stefnir á að birta á næstu vikum vegna þeirra alvarlegu slysa sem orðið hafa í umferðinni undanfarna mánuði. Útkoma er eitthvað á þá leið sem sjá má á meðfylgjandi mynd.