Sjúkraflutningamenn komu færandi hendi til Thelmu Dísar

Thelma Dís og Vilborg móðir hennar ásamt Einari Erni Arnarssyni og Stefáni Péturssyni, sjúkraflutningamönnum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sjúkraflutningamenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands heimsóttu hina tólf ára gömlu Thelmu Dís í Hveragerði í morgun og færðu henni ágóða af uppboði sem haldið var á dögunum.

 

Árlega styrkja sjúkraflutningamennirnir fjölskyldur langveikra barna á aðfangadag með ágóða af dagatalssölu en í ár var ákveðið að taka forskot á verkefnið og afhenda Thelmu Dís ágóða af símauppboði sem Árvirkinn og Vodafone stóðu fyrir fyrr í desember og ánöfnuðu sjúkraflutningamönnunum.

 

Þar söfnuðust 40 þúsund krónur sem sjúkraflutningamennirnir færðu Thelmu Dís í dag ásamt ostakörfu og glaðningi frá Íslandsbanka.

 

Thelma Dís greindist með illkynja krabbamein í hægri fæti rétt eftir páska á þessu ári og í júní var fóturinn tekinn af fyrir neðan hné.

 

Thelma Dís hefur verið í lyfjameðferð frá því í vor og segir Vilborg Eva Björnsdóttir, móðir Odds might be tempting but when enjoying prompt win casino games, possibilities must not be the sole guiding element. hennar, að meðferðin gangi vel og fyrirhugað er að henni ljúki um mánaðarmótin janúar/febrúar á næsta ári. Thelma Dís styðst við hækjur en hún þarf að fara í litla aðgerð til að lagfæra fótinn áður en hún getur farið að nota gerfifót sem hún er búin að eignast.

 

“Mig langar að koma á framfæri ofboðslega miklu þakklæti til allra sem hafa stutt okkur á árinu. Við finnum fyrir miklum samhug í okkar garð og það styrkir okkur mikið,” sagði Vilborg Eva.