Sjúkraflutningamenn gleðja fjölskyldu

 


Á aðfangadag heimsóttu sjúkraflutningamenn úr Árnessýslu, Aron Eðvarð Björnsson og foreldra hans á barnaspítala Hringsins í Reykjavík. Aron liggur þar inni vegna veikinda sem hann hefður verið að kljást við síðan frá fæðingu, en hann fæddist 11. október sl.  Saga veikindanna er sú að á fæðingartímanum varð hluti garna utan við magann og þegar maginn lokaðist varð hluti garnanna eftir og skemmdist sá hluti, sem var til þess að drep komst í sárið.

 

 
Meðferð Arons gengur vel og bragast hann mjög og er körftugur. Foreldrar hans gera ráð fyrir að fá að fara heim í um 6 klukkustundir á aðfangadagskvöld til að halda uppá jólin í faðmi vina og fjölskyldu. En seinnipartinn sama kvöld þarf hann að koma aftur á barnaspítalan til lyfjagjafar.

 

Aron og fjölskylda eru búsett í Hveragerði. Ástæðan fyrir heimsókn sjúkraflutningamanna til Arons og fjölskyldu var til að færa þeim jólaglaðning, en um var að ræða peningagjöf að fjárhæð 100.000.- Peningunum söfnuðu sjúkraflutningamennirnir með sölu á dagatali sem þeir sjálfir útbjuggu og síðan seldu.

 

Þetta er annað árið í röð sem sjúkraflutningamenn úr Árnessýslu láta gott af sér leiða á þessum degi og segir Jóhann K. Jóhannsson, formaður Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu, að um árvissan gjörning sé að ræða. “Hugur sjúkraflutningamanna sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda annað hvort vegna veikinda eða slysa. Sjúkraflutningamenn hafa afþakkað jólagjafir frá félaginu og vilja staðinn að peningarnir séu nýttir til góðs málefnis. Saga þessarar fjölskyldu snart okkur og því vildum við styrkja hana með þessum hætti”.