Sjúkraflutningamenn fluttir í nýtt húsnæði, Björgunarmiðstöð Selfoss

Nokkrir starfsmenn og bílar fyrir framan nýju Björgunarmiðstöðina. Mynd ÁH

Langþráður draumur Sjúkraflutningamanna á suðurlandi er loksins orðinn að veruleika.  Eftir margra ára bið eru þau loksins komin í framtíðarhúsnæði í Björgunarmiðstöð Selfoss við Árveg.  Nýja Björgunarmiðstöðin er öll hin glæsilegasta og aðstaða fyrir starfsmenn til fyrirmyndar.  Breytingin fyrir sjúkrflutningamennina er mikil og enda plássið talsvert meira en þeir höfðu áður.  Margir gera sér eflaust ekki grein fyrir því hvað góð aðstaða skiptir miklu máli fyrir sjúkraflutningamennina,  því stundum getur vinnutíminn verið bið eftir útkalli og sá sem er á vakt verður að dvelja á staðnum dag og nótt.

Hjá Hsu eru starfandi um 40 sjúkraflutningamenn og konur og af þeim standa 17 vaktir á Selfossi.  Á síðasta ári voru um 1650 útköll sjúkraflutningamanna Hsu á Selfossi og það sem af er þessu ári eru þau orðin 735. Frá byrjun árs 2006 hafa verið um 8700 útköll vegna slysa og veikinda fólks í Árnessýslu og nærsveitum.