Nýlega voru sjúkraflutningamenn í Árnessýslu á námskeið í endurlífgun, öndunaraðstoð, uppsetningu æðaleggja, vökvagjöf o.fl.
Námskeiðið sóttu allir starfandi sjúkraflutingamenn í Árnessýslu og þótti það hafa tekist mjög vel. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þau Marianne B. Nielsen, umsjónarlæknir sjúkrabifreiða og Ármann Höskuldsson, umsjónarmaður sjúkraflutninga.
Mikil metnaður er hjá HSu til þess að viðhalda og auka þekkingu sjúkraflutningamanna í bráðalæknisfræðum og gera þá enn hæfari til þess að sinna sjúkum og slösuðum einstaklingum. Ráðgert er að sjúkraflutningamenn fari reglulega á endurmenntunarnámskeið í framtíðinni.