Sjálfvirk símsvörun hjá HSu – á öllum stöðvum

Símkerfið hjá HSu var nýlega endurnýjað og sameinað í eina stöð, endurnýjunarþörfin var orðin mjög brýn.  Skipta þurfti út símtækjum víða á útstöðvum og bjóða nýju símarnir uppá meiri möguleika en eldri tækin gerðu og léttir það því álagið víða, hvað símsvörunina varðar. Að auki eru nú öll símtöl hljóðrituð, sem er mikið öryggismál fyrir alla aðila, þann sem hringir og þann sem svarar.

 

Þegar skjólstæðingar HSu hringja í aðalnúmer hverrar heilsugæslustöðvar, svarar sjálfvirkur símsvari sem upplýsir viðkomandi um að hann hafi náð sambandi við HSu, upplýsingar um neyðarnúmer, hvar önnur símanúmer sé að finna og líka að öll símtöl séu tekin upp.  Þegar þessari svörun er lokið svarar móttaka hverrar stöðvar og sinnir erindi þess sem hringdi.

 

Eitthvað hefur borið á því að fólk haldi að það nái ekki sambandi við stöðina sem það hringdi í, ekki hlustað á svörunina og lagt á, síðan hringt í önnur númer innan stöðvarinnar til að bera upp erindið.  Það hefur því komið upp meira símaálag í önnur númer á sumum stöðvum.  Það er eðlilegt við svona breytingar, að það komi upp einhverjir byrjunarörðuleikar, en síðan venst þessi nýja símsvörun.

 

Við vonum að þetta hafi ekki valdið neinum teljandi vandræðum fyrir fólk, biðjum alla að taka þessum breytingum vel og hlusta á svörunina til enda, síðan fái það samband.