Sjálfsafgreiðslu móttökustandur á HSU Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú tekið í notkun sjálfsafgreiðslu móttökustand á Selfossi. Í standinum geta þeir sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslu eða í blóðrannsókn skráð komu og greitt fyrir tímann með því að slá inn kennitölu. Athygli er vakin á því að eins er hægt að greiða með korti eða snertilausum greiðslum í gegnum síma í standinum. Við fögnum þessari nýju viðbót við þjónustuna hjá okkur sem mun minnka biðtíma í afgreiðslu.

Í ljósi aðstæðna er að sjálfsögðu handspritt við standinn og skulu allir sem nota hann spritta hendur fyrir og eftir notkun ásamt því að reglulega er skjárinn og posinn sótthreinsaður yfir daginn.

Við minnum einnig á að grímuskylda er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.