Símsamband liggur niðri við heilsugæslur HSu vegna bilunar

Ekkert sambandÍ gærkvöldi brann yfir varaafl það sem keyrir allan búnað í tæknirými Hsu. Við þetta fór allur netþjónabúnaður niður ásamt símstöð.  Rafmagn sló út um leið, svo enginn eldur náði að myndast og komast í netþjónabúnað.  Mesta mildi var að ekki fór ver og má þakka því skjótum og réttum viðbrögðum.

 

Fljótlega tókst að koma á netsambandi og símstöð á Selfossi í gang.  En erfiðlega hefur gengið að koma símsambandi í gang við heilsugæslur HSu utan Selfoss, þ.e.a.s í Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarási, Rangárþingi, Vík og Klaustri.  Stöðvarnar eru þó í netsambandi og gsm vaktsímar virka.

 

Unnið er að viðgerð og von manna að þetta komist fljótlega í lag.  Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.