Símsamband komið í lag á heilsugæslum HSu!

 símiNú ættu þeir sem ekki náðu sambandi við heilsugæslur HSu í morgun að fá símsamband við þær.  Símkerfið datt út eftir að varaafl í tæknirými HSu á Selfossi brann yfir og olli það símsambandsleysi við heilsugæslurnar í Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarási, Rangárþingi, Vík og Klaustri.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.