Símaþjónusta vegna bráðra veikinda

Við bráð, alvarleg veikindi skal hringja í 112.


Við önnur veikindi vegna inflúensu skal hringja í heilsugæslustöðina á sínu heimasvæði á dagvinnutíma. Eftir dagvinnutíma frá 16:00 til 08:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar er hægt að hringja ýmist í vaktþjónustu viðkomandi landshluta eða Læknavaktina í síma 1770. Læknavaktin er með vaktþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en sinnir einnig fyrirspurnum sem berast frá landsbyggðinni.


Hjálparsími Rauða Krossins, 1717, veitir almennar upplýsingar um inflúensu A (H1N1)v, en sóttvarnalæknir hefur annast fræðslu fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða Hjálparsímans. Hjálparsíminn er gjaldfrjáls og opinn allan sólarhringinn. Markmið með símsvörun Hjálparsímans er að draga úr almennum ótta og minnka álag á heilbrigðisþjónustuna. Hjálparsíminn svarar ekki fyrirspurnum er varða veikindi þeirra sem hringja eða aðstandenda þeirra, öllum slíkum spurningum verður beint á heilsugæslu viðkomandi svæðis eða Læknavaktina.