Síðustu fréttir af inflúensu A

Rúmlega 18.000 einstaklingar hafa fengið staðfesta sýkingu á heimsvísu en gera má ráð fyrir að þeir séu mun fleiri.
117 einstaklingar hafa látist úr veikinni og flestir þeirra voru með undirliggjandi sjúkdóma. 
Einn einstaklingur hefur verið staðfestur hér á landi með sýkingu. Honum farnaðist vel. 
Fjöldi öndunarfærasýna sem borist hafa veirufræðideild Landspítalans hefur minnkað umtalsvert síðustu daga. Læknar eru hvattir til að senda sýni samkvæmt fyrri leiðbeiningum sóttvarnalæknis. 


 

 WHO hefur enn ekki hækkað sitt viðbúnaðarstig og lýst yfir heimsfaraldri. Jafnvel þó slíkt gerðist þá myndi það ekki breyta viðbúnaðarstigi hér á landi þar sem faraldurinn er vægur. 
Hafin er vinna við gerð svæðisbundinna viðbragsáætlana. Fulltrúar sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar munu á næstu 3 vikum funda með lögreglustjórum og sóttvarnalæknum umdæma og svæða varðandi gerða áætlananna. Áformað að allar svæðisáætlanir verði tilbúnar fyrir 1. september 2009.