Sálfræðiþjónusta

 

Sálfræðingar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands veita þjónustu vegna barna og ungmenna sem sýna frávik í þroska, hegðun og líðan. Sinnt er meðferð og ráðgjöf auk greininga einkenna að 18 ára aldri. Einnig fara fram námskeið í samvinnu við sveitarfélagið Árborg sem í senn er fræðsla, meðferð og forvörn fyrir einkennum kvíða og þunglyndis. Sálfræðingar HSU vinna þverfaglegt starf með heimilislæknum, barnalækni HSU og hjúkrunarfræðingum á heilsugæslu auk samstarfs við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga fyrir skóla og fjölskyldur á svæðinu sem og við Barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð og Greiningar- og ráðgjafarstöð Ríkisins.

Sálfræðingar HSU eru fimm talsins og þjónusta aðrar starfstöðvar víðs vegar um Suðurland.

Tilvísanir eftir þjónustu berast frá heimilis- og sérfræðilæknum á svæðinu auk þess sem sérfræðiþjónusta skóla- og sveitarfélaga og sérfræðiþjónusta framhaldskólanna á svæðinu vísar í þjónustuna.

Þeir sinna einnig sálrænum stuðningi þolenda í kjölfar alvarlegra atburða í samvinnu við bráðamóttöku HSU og lögreglu. Þau sitja einnig f.h. HSU í samráðshópi áfallahjálpar í umdæmi lögreglunar í Árnessýslu þar sem einn starfar sem hópstjóri.

Nánari upplýsingar um þjónustuna má fá í síma 432-2000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á iris@hsu.is