Húðsjúkdómalæknir

Húðsjúkdómalæknir

 

 Gísli Ingvarsson, húð- og kynsjúkdómalæknir, starfar á HSu.

 

Móttaka húðsjúkdómalæknis er áætluð 3. daga í mánuði. Vikulega, þriðjudaga eða miðvikudaga. Gert er ráð fyrir að hægt sé að taka á móti 16 – 20 sjúklingum dag hvern á venjulegum opnunartíma á milli kl 09 og 16.

 

Mikil eftirspurn hefur verið eftir húðlæknisþjónustu og því mikilvægt að þeir sem fá tíma bókaðan láti vita tímanlega ef ekki er hægt að nota tímann til að aðrir eigi kost á að komast að enda getur það sparað marga samborgara ferðir til Reykjavíkur og allir eiga að hafa hag að því.

 

Hvað gera húðlæknar: Greina með ræktun, smásjárskoðun og húðsýnatöku hvers kyns húðvandamál. Blóð og þvagsýni eru einnig inni í myndinni eftir atvikum. Flest húðvandamál er sýnileg berum augum og því má búast við að húðlæknir þekki viðkomandi vandamál með sjóngreiningu einni saman. Ofnæmi sem rekja má til húðar eru oft tengd starfi sjúklings og umhverfi. Þess vegna koma húðpróf sérstaklega til greina en þau eru sérhæfð greiningartæki sem þarf a.m.k. 3. sólarhringa til að framkvæma. Greining krabbameina í húð, fótasár og lyfjaofnæmi koma þessari sérgrein mikið við. Meðferð og fræðsla samkvæmt greiningu.

 

Stefnt er að því auka þjónustana. Nýtt og fullkomnara tæki til ljósameðferðar er væntaleg og því hægt veita svipaða meðferð og er veitt utan spítala í Reykjavík. Húðprófanir verða með tímanum gerðar á HSu að mestu leyti, en ekki ef um mjög sérhæfða leit er að ræða.

 

Fegrunarmeðferð sem ýmsir húðsjúkdómalæknar veita er ekki hægt að fá á HSu. Blettataka fer aðeins fram ef heilsuvandamál eru talin í húfi.