Sendinefnd frá S-Kóreu heimsækir HSU

Í dag mánudaginn 23. september 2019 kom 27 manna sendinefnd frá stjórnsýslu S-Kóreu í heimsókn til Heilbigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Þau höfðu sérstakan áhuga á að kynna sér stjórnsýsluna á Suðurlandi, heilbrigðisþjónustuna og áskoranir í tengslum við ferðamenn, skipulag þjónustu við aldraða og fjarheilbrigðisþjónustu. Heimsókn þeirra var skipulögð í samvinnu við Samband sunnlenskra sveitarfélaga. Bjarni Guðmundusson framkvæmdastjóri SASS stýrði fundinum.  Framsögu og kynningar voru fyrir hópinn fluttu Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps og formaður SASS, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU og Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunarvarna Árnessýslu. Mikil ánægja var með heimsókn hópsins.