Samvinna fæðingadeilda LSH og HSu

Töluvert hefur verið í umræðum undanfarið hvernig samstarfi þessara stofnana er háttað. Í tilefni af því og til að skerpa á vinnufyrirkomulagi var haldinn fundur með lækningaforstjórum og yfirlæknum nefndrar fæðingasviða ásamt yfirljósmóður HSu.Rædd voru skipulagsmál og farið yfir vinnureglur um hlutverkaskipti milli þessara stofnana
Samstarf sjúkrahússins á Selfossi og Landspítalans hefur til fjölda ára verið til fyrirmyndar og kom fram á þessum fundi að fæðingadeild HSu hafi staðið sig mjög vel í að senda þær konur sem átt hafa í vændum erfiðar og/eða áhættusamar fæðingar til Landspítala háskólasjúkrahúss og þeir verið mjög viljugir að taka á móti þegar þannig ber við. Á sama hátt og einmitt þess vegna hafa fylgikvillar við fæðingar á HSu ekki verið alvarlegir og almennt gengið mjög vel að halda þeim niðri þar. Aðilar eru sammála um að samstarfið og val á þeim einstaklingum sem sendir hafa verið á LSH hafi tekist mjög vel.