Samþykktir SASS varðandi heilbrigðismál

Heilbrigðisstofnun Suðurlands


Ársþing SASS á Hvolsvelli 2008 skorar á stjórnvöld að ljúka nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar eins og til stóð, útboðsgögn eru tilbúin og er beðið eftir að fjármálaráðuneyti gefi leyfi fyrir útboðinu. Sveitarstjórnarmenn og þingmenn Suðurkjördæmis eru hvattir til að fylgja málinu eftir þannig að verkið tefjist ekki frekar.

Heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi


Ársþing SASS á Hvolsvelli 2008 vill vekja athygli á að sá niðurskurður sem stjórnvöld krefjast af heilbrigðisstofnunum kemur til með að leiða af sér tilflutning á þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Í því felst enginn sparnaður heldur aukin útgjöld og fyrirhöfn fyrir Sunnlendinga. Eru því þingmenn Suðurkjördæmis hvattir til að standa vörð um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.


Flutningur málefna aldraðra frá ríki.


Ársþing SASS á Hvolsvelli 2008 leggur áherslu á að málefni einstakra hópa þjóðfélagsins verði ekki færð ein og sér frá heilsugæslustöðvunum, slíkt samræmist ekki áherslum um heildræna þjónustu og aðgreiningu hópa samfélagsins. Með því að aðskilja þjónustu heimilislækna og hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun eru hagsmunir og heilsa einstaklingsins ekki hafðir að leiðarljósi. Til að koma á meiri samþættingu og heildrænni þjónustu er bent á samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og heilsugæslunnar í Kópavogi