Samt koma jólin á HSU

Í dag 15. desember 2020 fékk heimilsfólk hjúkrunarheimilisins Foss- og Ljósheima á Selfossi, frábæran hóp listamanna Þjóðleikhússins í heimsókn.  Hópurinn fer um á sér útbúnum bíl og heimsækir staði þar sem fólk býr við einangrun vegna faraldursins. Skemmtidagskráin heitir „Samt koma jólin“ og samanstendur af jólalögum úr ýmsum áttum, ásamt því að flutt eru jólakvæði og stuttur leikþáttur.  Allir nutu dagskráinnar vel og svona heimsókn yljar og hlýjar á erfiðum tímum.

 

Frábært framtak hjá Þjóðleikhúsinu.