Samstarf HSu og Fræðslunets Suðurlands

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing varðandi gerð samnings á sviði endur- og símenntunar starfsmanna HSu. Gert er ráð fyrir að gildistími samningsins sé frá 1. jan. 2008 og nái til 31. des. 2010.Nánari útfærsla samningsins skal unnin í samráði við framkvæmdastjóra HSu og fræðslunefnd stofnunarinnar, framkvæmdastjóra Fræðslunetsins og stjórn þess. Stefnt skal að því að gerð samningsins ljúki fyrir septemberlok næstkomandi.