Samstarf HSu og BFÁ

Í dag var undirritað samkomulag um samstarf milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Björgunarfélags Árborgar (BFÁ) um aðkomu BFÁ að sjúkraflutningum í Árnessýslu.

Björgunarfélag Árborgar hefur í sínum röðum menntaðir sjúkraflutningamenn (EMT-B) og einnig mannskap sem er mikið menntaður í Fyrstu hjálp (Wilderness first responder). Þessi mannskapur skipar viðbragðshóp sem aðstoðar sjúkraflutningamenn og mannar jafnvel sjúkrabíla þegar álag er mikið eða hugsanleg stóráföll verða á starfssvæði HSu.


Heilbrigðisstofnun Suðurlands sér til þess að viðbragðshópur BFÁ fái viðhlýtandi þjálfun í notkun búnaðar og tækja HSu. Útbúin verður áætlun um hvernig þessari þekkingu verði viðhaldið, t.d með æfingum og því að meðlimir í viðbragðshópi þurfi að taka árlega ákv. fjölda vakta sem þriðju menn á sjúkrabílum.