Samskipti við Heilsugæslustöðvar á Suðurlandi 2011

Sunnlendingar voru greinilega duglegir árið 2011 að nýta sér læknis- eða hjúkrunarþjónustu á sínu svæði, sé tekið mið af þeim sem hafa þar fasta búsetu.  Hver einstaklingur nýtti sér að meðaltali 9 sinnum einhverja læknis- eða hjúkrunarþjónustu á svæðinu og er það næst  hæst á landinu (sjá töflu), aðeins austurland var með hærri nýtingu á hvern íbúa.

 

Alls búa um 24.980 manns á þjónustusvæði HSu, Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði og voru í heildina 224.345 viðtöl við lækni, hjúkrunarfræðing, ljósmóður eða sjúkraliða á heilsugæslustöðvum á þessum svæðum, ásamt öðrum samskiptum og símaviðtölum við heilbrigðisstarfsmann.  Af því voru bara á svæði HSu um 158.546 samskipti við Heilsugæslustöðvar HSu.

 

Á landssvísu þáði hver einstaklingur að meðaltali um 7,4 sinnum einhverja þjónustu, alls 2.373.045 samskipti að einhverju tagi við Heilsugæslustöð.