Samningur um geðheilbrigðisþjónustu milli HSu og HNLFí

Geðheilbrigði3Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gert samstarfssamning við Heilsustofnun HNLFÍ í Hveragerði um geðheilbrigðisþjónustu.  10 pláss á HNLFÍ verða helguð þessari þjónustu frá og með 1. september 2014.  Einungis verður tekið við dvalargestum með beiðni frá heimilislæknum á Suðurlandi og verður þá við komu gert geðmat, greining og áætlun um meðferð hjá sérstöku stuðningsteymi sem samanstendur af geðlækni, hjúkrunarfræðingi og sjúkraliða.  Dvöl við fyrsta mat yrði ein vika en lengsta dvöl með meðferð yrði 12 vikur.  Við útskrift yrðu síðan gerð plön um endurkomu, ef þörf reynist.  Reynt verður að hafa bið eftir fyrstu dvöl ekki lengur en 3 vikur frá því að beiðni heimilislæknis væri gerð.  Ekki yrði tekið við sjúklingum í geðrofi, með örlæti eða þar sem nokkur hætta væri á ofbeldi, sjálfsmeiðingum eða sjálfsvígi.  Sjúklingum með slík vandamál mun verða sinnt þegar meðferð við því verður lokið annarsstaðar og þeir þurfa á framhaldsmeðferð og endurhæfingu að halda.  Sjúklingar verða að vera sjálfbjarga og viljugir að vinna í sínum málum með meðferðarteyminu.  Dvalargestir þurfa sjálfir að standa undir kostnaði við mat og gistingu en Sjúkratryggingar Íslands greiða meðferðina. 

 

Með þessum samningi verður reynt að bæta þjónustu við einstaklinga með geðræna sjúkdóma sem búsettir eru á suðurlandi.  Tilgangurinn er að samhæfa þjónustuna við sjúklingana, bæta verk- og þjónustuferla og innleiða hreyfiseðla í þjónustuna.

 

Á haustdögum, í október, verður haldinn Gæðadagur á suðurlandi, með geðheilbrigðismál í forgrunni.  Gæðadagurinn verður kynntur sérstaklega þegar nær dregur.