Samningur um endurmenntun starfsmanna

Þann 26. sept. 2007 var undirritaður samningur milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands um fræðslu, sí- og endurmenntun, fyrir starfsmenn HSu á Suðurlandi.
Samningurinn tók gildi við undirskrift aðila og skal endurskoðast í janúar ár hvert.

Tengiliðir vegna framkvæmdar þessa samnings eru af hálfu HSu Esther Óskarsdóttir og af hálfu FnS Ásmundur Sverrir Pálsson.


Allir aðilar leitast við að koma með tillögur að innihaldi og áherslum í fræðslu starfsmanna HSu. Stefnt skal að sameiginlegum vinnufundi tvisvar á ári.


FnS sér um framkvæmd námskeiða og annarra námstilboða sem HSu býður starfsfólki sínu. Aðilar eru þó sammála um að HSu geti skipulagt sérstaka fræðslu/námskeið fyrir starfsmenn á Suðurlandi án þátttöku Fræðslunetsins. FnS sér um umsóknir styrkja vegna námskeiða í umboði HSu og upplýsir skrifstofustjóra reglulega um niðurstöðu slíkra umsókna.


HSu fær 10% afslátt fyrir sína starfsmenn af námskeiðum sem auglýst eru í námsvísum Fræðslunetsins. Þetta ákvæði gildir ekki um afslátt af kennsluefni sé það ekki innifalið í námskeiðsgjaldi.


Fræðslunet tekur að sér að setja upp og skipuleggja sérstök námskeið, málþing, ráðstefnur og/eða aðra fræðslu, sé þess sérstaklega óskað af HSu. Verð á sérhönnuðum námskeiðum er samkomulagsatriði milli HSu og FnS.