Samningur um aukna þjónustu sérfræðinga á Suðurlandi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) hefur gert samkomulag við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um aukna þjónustu sérfræðinga á Suðurlandi.  Annars vegar er um er að ræða þjónustu húðlæknis og öldrunarlæknis, sem ekki hefur verið áður í boði á Suðurlandi.  Hins vegar er um að ræða aukna þjónustu barnalæknis.  

 

Gísli Ingvarsson, sérfræðingur í húðlækningum, hefur þegar hafið störf og er hægt að panta tíma hjá honum í síma 480 5100.

 

Auglýst hefur verið eftir sérfræðingum í öldrunar- og barnalækningum. Vonir standa til að hægt verði að hefja og styrkja þjónustu í þeim sérgreinum sem fyrst.

 

Samkomulag HSu og SÍ um aukna þjónustu sérfræðinga á Suðurlandi er eitt fyrsta skrefið til að styrkja sérfræðiþjónustu sem næst íbúum.   Ný og aukin sérfræðiþjónusta á svæðinu er afar mikilvægur áfangi í að styrkja heilbrigðisþjónustu á þjónustusvæði HSu.  Áfram verður leitast við að styrkja aðra sérfræðiþjónustu á þjónustsvæði HSu.