Málþing HSU og HSA um fjarheilbrigðisþjónustu á Kirkjubæjarklaustri

Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU

Mánudaginn 28. maí 2018 stóðu Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Heilbrigðistofnun Austurlands (HSA) fyrir sameiginlegu málþingi á Kirkjubæjarklaustri.  Tilefnið var að fagna upphafi á notkun stofnanna á tækjabúnaði til fjarheilbrigðisþjónustu á 8 nýjum stöðum á Íslandi.

 

Tækjabúnaðurinn var keyptur fyrir styrkfé Velferðarráðuneytisins frá fyrirtækinu AMD Global Telemedicine.  Tækin sem HSU keypti verða staðsett í Laugarási, Hellu, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum, en á Egilstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupsstað fyrir austan.  Stefnt er á hjá HSU að fjölga þessum tækjum og að hver heilsugæsla hafi slíkt tæki til umráða.  Á heilsugæslu HSU á Klaustri er hefur verið unnið frumkvöðulsstarf í fjarheilbrigðisþjónustu á Íslandi og þar hefur verið tæki til fjarheilbrigðisþjónustu í fimm ár og gefist einstaklega vel. Tækið á Kirkjubæjarklaustri er til komið vegna frumkvæðis íbúa, Sigurðar Árnasonar læknis og Auðbjargar B. Bjarnadóttur hjúkrunarstjóra. Þótti því við hæfi að halda málþingið á Klaustri, enda studdu íbúar myndarlega við þessa mikilvægu viðbótarlausn í heilbrigðisþjónustu á staðnum. 

 

Áður en málþingið hófst bauð HSU uppá opið hús á heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri þar sem gestir gátu skoðað nýuppgert húsnæðið, fjarheilbrigðisþjónustutækið og þegið veitingar.

Málþingið sjálft var haldið í Icelandair Hótel Kirkjubæjarklaustri þar sem Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU setti málþingið formlega.  Alls voru fimm fyrirlesarar á málþinginu; Auðbjörg Bjarnadóttir hjúkrunarstjóri Kirkjubæjarklaustri, Guðjón Hauksson forstjóri HSA, Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri HSU og loks frá AMD Global Telemedicine Eric Bacon forstjóri og Riley Normandin framkvæmdastjóri alþjóðaviðskiptadeildar fyrirtækisins. 

 

Málþingið varpar nú ákveðin tímamót í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að þar sem nú er loks farið af stað með nýtt form á sömu þjónustu og áður.  Væntingarnar eru miklar, ekki eingöngu til notkunar á nýrri tækni heldur einnig væntingar sem fólgnar eru í því að geta fært sérhæfða heilbrigðisþjónustu nær íbúum í dreifðum byggðum. Árangur af verkefnum á sviði fjarheilbrigðisþjónustu hefur oft skilað miklu hagræði, sem er m.a. fólgið í því að sjúkraflutningum hefur fækkað, ferðakostnaður skjólstæðinganna sem þurfa á sérfræðiþjónustu að halda hefur minnkað og skilað betri nýtingu sérfræðinga og fagfólks. Verkefni sem þetta er ekki hugsað til að leggja niður þjónustu eða spara. Fjarheilbrigðisþjónustan snýst um að nýta tíma og fjármuni á sem bestan hátt á sama tíma og þjónustan er færð nær íbúum með aukinni samvinnu fagaðila innan og milli stofnanna í heilbrigðisþjónustu.  Það sem er mikilvægast er að sjúklingur fáir skoðun og úrlausn í sínu héraði þegar þess er kostur.

 

Búnaðurinn sem HSA og HSU keyptu gengur með öðrum tölvubúnaði og hann má nýta á margan hátt og búið er að samtengja tækin við rafræna sjúkraskrárkerfið Sögu.  Fjarheilbrigðistækjunum fylgja ýmis tæki m.a. til að mynda í eyru, augu, munn, húð.  Að auki fylgja  hjartsláttarrit, blóðþrýstingsmælir, mettunarmælir, hjartalínurit og öndunarmælir.  Tæknin býður uppá þrívíddarskoðun, þar sem hægt er að skoða hreyfingu sjúklings og fleira.  Samhliða almennri heilsugæsluþjónustu og þjónustu sérgreinalækna má einnig nýta búnaðinn til bráðaþjónustu, sálfræðiþjónustu, fjareftirlit með sjúklingum, heimahjúkrunar og fjarþjálfunar.  Svona tæki gætu mögulega verið til staðar t.d. í skólum og á fjölsóttum ferðamannastöðum eða litlum þéttbýlisstöðum þar sem engin heilbrigðis- eða læknisþjónusta er venjulega til staðar. 

 

Þróunin heldur áfram og er nú unnið að því að koma búnaðinum fyrir á þessum nýju stöðum á Íslandi.  Þjálfum starfsmanna er hafin og fullur hugur í heilbrigðisstarfsfólki og stjórnendum HSA og HSU að leggja sitt að mörkum við að jafna aðgengi íbúa á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu.