Sálfræðiþjónusta barna og ungmenna

Sálfræðiþjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er ætluð börnum og ungmennum að 16 ára aldri. Þrír sálfræðingar eru starfandi við HSu. Ari Bergsteinsson, Íris Böðvarsdóttir og Þuríður Pétursdóttir. Þjónustan felst einkum í meðferð vegna vandamála eins og kvíða/fælni, depurð og hegðunarerfðileika, auk uppeldis- og hegðunarráðgjafar fyrir foreldra. Þeir aðilar sem geta vísað málum til sálfræðinga HSu eru starfandi heilsugæslulæknar á Suðurlandi og sálfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands.
Sálfræðingar HSu vinna í náinni samvinnu við Skólaskrifstofu Suðurlands, Fjölskyldumiðstöð Árborgar og Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL).
Frá 30. júní 2008 hefur íbúum Suðurlands einnig staðið til boða áfallahjálp vegna jarðskjálftans 29. maí 2008. Ítrekað er að þjónustan er í boði fyrir íbúa á öllu skjálftasvæðinu, og þar með talið þá sem enn stríða við eftirköst vegna skjálftanna árið 2000. Þeir sem óska eftir viðtali við sálfræðing er bent á að hringja í síma 480-5114 á milli kl. 8:00 og 18:00 á virkum dögum. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið afallahjalp@hsu.is , gefa upp símanúmer og haft verður samband við viðkomandi.