Sálfræðingur óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sálfræðingur óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 

Um er að ræða fullt starf en lægra starfshlutfall kemur til greina. Megin starfsstöð er á Selfossi. Starfið veitist frá 1.september 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Meðferð barna og unglinga að átján ára aldri auk ráðgjafar til foreldra.
 • Þátttaka í þverfaglegu geðheilsuteymi HSU þar sem veitt er einstaklings- og hópmeðferð auk reglulegrar fræðslu.
 • Sálfræðingar HSU sinna að auki ráðgjöf og meðferð í mæðr og ungbarnavernd, veita áfallaaðstoð eftir atvikum og taka þátt í teymisvinnu innan og utan stofnunar.

Hæfniskröfur

 • Starfsleyfi landlæknis
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af meðferð, ráðgjöf og hópastarfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.

 • Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU – www.hsu.is undir flipanum laus störf
 • Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi, fyrri störf.
 • Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við ráðningu í starfið.
 • Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 50-100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2021

Nánari upplýsingar veitir

Thelma Gunnarsdóttir – thelma.gunnarsdottir@hsu.is – 8484492