Safna fyrir nýju fæðingarrúmi

Ljósm. Magnús Hlynur. Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK átti hugmyndina að prjóna- og gönguverkefninu. Hér er hún með sýnishorn af bútum.

Ljósm. Magnús Hlynur.
Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK átti hugmyndina að prjóna- og gönguverkefninu. Hér er hún með sýnishorn af bútum.

Samband sunnlenskra kvenna (SSK) heldur uppá 85 ára afmæli á árinu og í tilefni af því ætla 1200 konur úr 26 kvenfélögum á sambandssvæðinu að ganga saman og prjóna um leið.  Þannig hugsa þær til formæðranna, sem gengu í árdaga prjónandi um grundir og móa.

 

Með þessu ætla kvenfélögin að safna áheitum og samtals að ganga 85 km. í nokkrum lotum þó og prjóna búta meðan þær ganga.  Bútarnir munu síðan að mynda táknrænt veggteppi sem mun heita, „Frá fjalli til fjöru – fjöru til fjalls austan og vestan Þjórsár“.

 

85 ára afmælinu verður fagnað við Þjórsártún á Jónsmessunni í sumar, eða 23. júní þar sem prjónabútunum verður safnað saman. Þeir verða síðan saumaðir í fyrrgreint veggteppi.

 

Þeir peningar sem munu síðan safnast saman með áheitunum, verða notaðar í kaup á nýju fæðingarúmi fyrir fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

 

Hver prjónabútur í teppinu verður 5 x 5 cm á stærð en teppið mun verða 2,5 metrar á breidd og 1,20 metri á hæð. 1200 bútar verða í veggteppinu, einn bútur á hverja kvenfélagskonu á Suðurlandi.  Þess má geta þess að Nettó á Selfossi gefur allt garn í verkefnið en um er að ræða íslenskt kambgarn frá Ístex.

Ljósmynd Magnús Hlynur. Afmælisnefnd SSK, frá vinstri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Kvenfélagi Selfoss, Elínborg Sigurðardóttir, Kvenfélagi Biskupstungna, Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, Kvenfélagi Sigurvon, Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK, Kristín Stefánsdóttir, Kvenfélagi Villingaholtshrepps, Þórunn Ragnarsdóttir, gjaldkeri SSK, Kvenfélagið Eining í Holtum og Margrét Þórðardóttir, Kvenfélagið Eining í Holtum

Ljósmynd Magnús Hlynur.
Afmælisnefnd SSK, frá vinstri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Kvenfélagi Selfoss, Elínborg Sigurðardóttir, Kvenfélagi Biskupstungna, Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, Kvenfélagi Sigurvon, Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK, Kristín Stefánsdóttir, Kvenfélagi Villingaholtshrepps, Þórunn Ragnarsdóttir, gjaldkeri SSK, Kvenfélagið Eining í Holtum og Margrét Þórðardóttir, Kvenfélagið Eining í Holtum