Rúmfatalagerinn á Selfossi gaf nýverið þrjá rafknúna Lasyboy hægindastóla til hjúkrunardeildarinnar Ljósheima. Tilefnið var opnun nýrrar verslunar Rúmfatalagersins á Selfossi og vildu þeir þakka Sunnlendingum góðar viðtökur með gjöfinni og láta gott af sér leiða til samfélagsins í leiðinni. Við afhendingu stólana færðu þér deildinni einnig glæsilega tertu sem gladdi heimilisfólk deildarinnar.
HSU þakkar Rúmfatalagernum innilega fyrir þessa rausnalegu gjöf og þann góða hug sem að baki býr.