Röskun á aðkomu að HSu

Sveitarfélagið Árborg fyrirhugar endurnýjun á frárennslislögnum með Árvegi, frá Grænumörk og að lóð MS, auk hluta Heiðmerkur. Má af þeim sökum búast við þrengingum, á þeim hluta Árvegar, og röskun á umferð næstu vikur. Jafnframt er gert ráð fyrir minni framkvæmdum í næsta nágrenni t.d. lagfæring á gatnamótum Heiðmerkur og Austurvegar. Áætluð verklok eru 31. október 2011.

 

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf áætlar að byrja framkvæmdir í lok ágúst.

 

Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessari röskun og eru beðnir um að sýna starfsmönnum verktaka biðlund og skilning á þeirra starfi.