Vegna bilunar í röntgentæki og TS-tæki á Selfossi verður ekki hægt að taka röntgenmyndir né TS-myndir á Selfossi og mun það ástand að öllum líkindum vara fram að hádegi n.k. þriðjudag 15. nóvember.
Röntgentækið er nýtt og var nýverið tekið í notkun, svo talið er að um framleiðslugalla sé að ræða. Hitt tækið bíður eftir varahlut. Tilviljun er að bæði tækin bila á sama tíma.
Á meðan þetta ástand varir þarf að senda viðkomandi skjólstæðinga á Landspítala til slíkra hluta, ef um bráðar eða brýnar rannsóknir er að ræða.
Skjólstæðingar HSU eru beðnir velvirðingar á þessu ástandi.
Hjörtur Kristjánsson
Framkvæmdastjóri lækninga
Heilbrigðisstofnun Suðurlands