Rekstur HSu 2011

Starfsemi  HSu á árinu 2011 gekk að mestu leyti vel þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.  Starfsfólk HSu á þakkir skildar fyrir frábært starf á árinu, oft við mjög erfiðar aðstæður.  Fjárhagsleg skilyrði voru erfið og náttúruhamfarir herjuðu á íbúa og starfsfólk.  Við erum að vísu orðin nokkuð  þjálfuð og reynslumikil í þessum málum, en flestum finnst komið nóg af þessu í bili.

Stofnuninni var gert að draga saman útgjöld um 125 m.kr. eða um 6,0 % frá árinu 2010. Nokkur aukning varð hins vegar á útgjöldum vegna aukinnar þjónustu í tengslum við eldgosið i Grímsvötnum.  Þá gengu ekki öll áform um útgjaldalækkun eftir og meiri hækkun varð á nokkrum kostnaðarliðum, en gert hafði verið ráð fyrir. Stjórnvöld tóku nokkuð tillit til þessa og nú er  útlit  fyrir, að halli á rekstri stofnunarinnar hafi verið um 15 m.kr. eða um 0,6 % af heildarreksturskosnaði.

Heildarvelta ársins 2011 var um 2.507 m.kr., þar af nam rekstrarframlag ríkisins 2.061 m.kr eða um 82 % af heildarkostnaði.

Stærsti kostnaðarliðurinn var launakostnaður, Hann var um 1.833 m.kr.  Annar kostnaður var 674 m.kr. og sértekjur 430 m.kr.

Með samstilltu átaki tókst að ná verulegum sparnaði á ýmsum þáttum í rekstri stofnunarinnar og halda rekstri hennar í þokkalegu samræmi við fjárheimildir.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.