Rekstrarstjóri HSU í Vestmannaeyjum

EydísÓskSigurðardEydís Ósk Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem rekstarstjóri á starfstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) í Vestmannaeyjum frá 1. janúar 2015.  Eydís mun annast dagleg umsjón mannauðs og verkefna, öðrum en þeim er heyrir beint undir hjúkrun eða lækningar og stýra eftirliti með kostnaði í rekstri starfstöðvar í samvinnu við stjórnendur. Einnig mun hún taka þátt í samvinnu og umsýsla vegna búnaðar, rekstrarvöru, húsnæðis og upplýsingatæknimála. Henni verða einnig falin ýmis gæða- og þróunarverkefni frá forstjóra og framkvæmdastjórn.  Næsti yfirmaður hennar er framkvæmdastjóri fjármála hjá HSU.  Eydís Ósk var áður framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum.

 

Við bjóðum Eydísi Ósk velkomna til nýrra starfa hjá HSU.