Reiðarslag fyrir stofnunina

Þann 4. okt. var haldinn starfsmannafundur vegna fyrirhugaðs niðurskurðar stjórnvalda samkvæmt fjárlögum 2011. Fundurinn var vel sóttur og kynnti Magnús Skúlason forstjóri málið fyrir starfsmönnum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður 16% niðurskurður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, eða um 412 milljónir króna, þar af 56,5% á sjúkrahússviði stofnunarinnar. Þetta er gríðarlegt högg á stofnunina og er starfsfólki verulega brugðið, því samkv. þessu myndu nokkuð margir af þeim 240 sem við stofnuna starfa, missa vinnuna. Niðurskurðinn jafngildir þeim fjármunum sem þarf til að starfrækja sjúkra-og fæðingadeildir, skurðstofu og læknisþjónustu sjúkrahússins á ársgrundvelli.