Ráðstefna um þjónustu við fanga

15.apríl sl. var haldin á Hótel Örk í Hveragerði fjölmenn ráðstefna um málefni fanga. Að ráðstefnunni stóðu Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið, Fangelsismálastofnun, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Landlæknisembættið.Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en fundarstjórar voru þau Sigurður Guðmundsson, landlæknir og Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Aðalhvatamaður að þessari ráðstefnu var Tineke Koers, geðhjúkrunarfræðingur á Litla-Hrauni og fékk hún til liðs við sig Önnu Björgu Aradóttur, hjúkrunarfræðing hjá Landlæknisembættinu. Fjöldi fróðlegra erinda var fluttur á ráðstefnunni. Meðal fyrirlesara voru m.a. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, Hannes Pétursson, sviðsstjóri geðsviðs LSH, Magnús Skúlason,yfirlæknir Réttargeðdeildarinnar á Sogni og frá Hollandi Rien Timmer, framkvæmdastjóri verkefnis EXODUS í Hollandi sem vinnur að endurhæfingu fyrrverandi fanga. Það er von allra sem til máls tóku að þessi ráðstefna sé upphafið að samvinnu allra þeirra sem koma að málefnum fanga á Íslandi.