Ráðleggingar frá Matvælastofnun til neytenda vegna þungmálma og steinefna í barnamat

BarnamaturFyrr á þessu ári birti Matvælastofnun frétt með niðurstöðum sænskrar rannsóknar á þungmálmum (blýi, arseni og kadmíni) og steinefnum (járni, kopar, mangani) í barnamat. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að arsen finnst aðallega í hrísgrjónum og vörum framleiddum úr þeim, t.d. hrísgrjónagrautum og -drykkjum. Arseninnihald er óháð því hvort hrísgrjónin eru úr lífrænni ræktun eða ekki. Jafnframt kom í ljós í rannsókninni að í hluta sýnanna fundust einnig aðrir þungmálmar og í vörum fyrir börn með sérstakar næringarþarfir (þ.e. matvæli til nota í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi) var hluti sýnanna með of mikið magn af mangani. Á grundvelli niðurstaðnanna ráðleggur sænska matvælastofnunin að börnum yngri en 6 ára séu ekki gefnir hrísgrjónadrykkir vegna arsenmagns í þessum drykkjum. Áfram er lögð áhersla á fjölbreytt mataræði ung- og smábarna og einnig bent á mikilvægi þess að foreldrar breyti reglulega til í vali á korngrautum.

 

 

Sjá nánari upplýsingar frá Matvælastofnun hér