Samstarfssamningur er í gangi milli Krabbameinsfélagsins, Krabbameinsfélags Árnessýslu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um ráðgjöf fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferðum.
Ráðgjafar frá Krabbameinsfélaginu koma á HSU Selfossi tvo daga í mánuði og veita ráðgjöf.
Allir þeir sem sjá hag sinn í nýta þessa þjónustu, sjúklingar eða aðstandendur, eru hvattir til að leita til HSU eftir þjónustunni.
Tímaskráning í síma 432-2000
Boðið er upp á viðtal fyrir alla sjúklinga sem eru að koma í meðferð og í kjölfar meðferðar, all að óskum og eftir þörfum hvers og eins. Fyrir meðferðaraðila á HSU er mikilvægt að fylgjast með líðan sjúklinganna meðan meðferð stendur yfir.
Sérfræðingur í krabbameinslækningum á HSU er Sigurður Böðvarsson.