Polioveira (mænusótt) greinist í Evrópu

PoliovirusSóttvarnalæknir vill vekja athygli á um að Polioveira hefur greinst á þessu ári hjá einkennalausum einstaklingum í Ísrael og í skólpi þar í landi.
 
 
Mænusótt hefur ekki greinst í Evrópu síðan 2002. Á þessu ári hefur mænusóttarveiran hins vegar greinst í Ísrael, í skólpi og hjá einkennalausum einstaklingum en enginn hefur veikst af mænusótt.

Mikilvægt er að hafa í huga að bólusetning er eina vörnin gegn mænusótt og vill sóttvarnalæknir hvetja ferðamenn sem eru að fara til Ísrael að huga vel að fyrri bólusetningu gegn mænusótt.

Ef meira en 10 ár eru liðin frá síðustu mænusóttarbólusetningu er mælt með endurbólusetningu áður en ferð er hafin. 

Mænusótt hefur ekki greinst á Íslandi síðan 1963 og hefur veiran ekki greinst hér á landi hjá einkennalausum einstaklingum né í skólpi á undanförnum árum.

Mikilvægt er að halda uppi góðri almennri þátttöku í bólusetningu gegn mænusótt til að forða því að hún geti borist hingað til lands.