Pistill lækningaforstjóra HSu

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er stofnun sem tók til starfa 1.september árið 2004 og stendur fyrir sameinaðar heilsugæslur og sjúkrahús á Suðurlandi.  Um er að ræða Sjúkrahúsið á Selfossi, heilsugæslustöðvarnar á Selfossi, Þorlákshöfn, Hveragerði, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Rangárþingi og Laugarási ásamt því að Heilbrigðisstofnun sér um rekstur á Réttargeðdeildinni á Sogni, hjúkrunarheimilinu Ljósheimum og annast heilbrigðisþjónustu við fanga á Litla Hrauni.

Við stofnunina starfa sérfræðingar í heimilis-/heilsugæslulækningum á öllum stöðvum stofnunarinnar.  Í Þorlákshöfn er Helgi Hauksson, í Hveragerði Sigurður Baldursson yfirlæknir, Hallgrímur Magnússon svæfingalæknir og Óskar Reykdalsson lækningaforstjóri HSu við heimilislækningar. Í Laugarási er yfirlæknir Gylfi Haraldsson og með honum starfar Pétur Skarphéðinsson sem er fulltrúi sóttvarnarlæknis í héraði.  Á Kirkjubæjarklaustri eru tveir læknar sem skipta með sér heilsugæslulækningum þar, þeir eru Kristján Oddsson sérfræðingur í heimilislækningum og kvensjúkdómalækningum,  Kristinn Benediktsson sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum.  Í Vík í Mýrdal starfar Sigurgeir M. Jensson yfirlæknir og sérfræðingur í heimilislækningum. Í Rangárþingi eru þrír læknar sem skipta með sér störfum þar, þeir eru Þórir Kolbeinsson sérfræðingur í heimilislækningum, Guðmundur Benediktsson sérfræðingur í krabbameinslækningum og lyflækningum og lengi starfað við heilsugæslulækningar og Stefán Steinsson sérfræðingur í geðlækningum sem hefur lengi starfað við heilsugæslulækningar.


Á Heilsugæslustöðinni á Selfossi starfar Egill Rafn Sigurgeirsson sem yfirlæknir, með honum starfa 7 sérfræðingar í heimilislækningum, þau Arnar Þór Guðmundsson og Björg Þ. Magnúsdóttir, Jórunn Viðar Valgarðsdóttir, Marianne B. Nielsen, Ragnar Gunnarsson og Víðir Óskarsson, Ragnar Gunnarsson hefur einnig sérhæft sig í sykursýkislækningum.


Við stofnunina er einn læknir í starfsnámi að jafnaði þ.e.a.s. nýútskrifaður læknir – þar sem hver læknir starfar í 3 mánuði í senn, og koma 4 slíkir til okkar á hverju ári.  Þeir hafa starfsstöð á Selfossi en vinna einnig með eina stöð utan Selfoss sem námsstöð. 


Læknar á HSu sinna læknisþjónustu við dvalar-, hjúkrunar- og öldrunarheimili, fyrirtæki og veita þessa þjónustu út á við.


Sérgreinalæknar eru starfandi við stofnunina.  Á sjúkradeild HSu á Selfossi starfar svæfingalæknirinn Hallgrímur Magnússon sem starfar við svæfingar en einnig með stofu og verkja- og deyfingameðferð.  Þá starfa skurðlæknarnir Jón B. Stefánsson  sérfræðingur í fæðingahjálp og kvensjúkdómalækningum og Sveinn M. Sveinsson sérfræðingur í almennum skurðlækningum og meltingafæraskurðlækningum.  Þá koma einnig að skurðstofunni Páll M. Stefánsson, háls-, nef- og eyrnalæknir sem er bæði með móttöku sérfræðilæknis og aðgerðir á skurðstofu.  Skurðlæknar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa einnig komið inn í aðgerðir í samstarfi milli þessara tveggja stofnana, og einnig hefur Stefán E. Matthíasson æðaskurðlæknir verið í samstarfi við okkur um aðgerðir á hans sérsviði.  Skurðlæknar hafa sérfræðimóttöku við stofnunina ásami Kristjáni Oddssyni sérfræðingi í kvensjúkdómalækningum sem er einnig með stofu kvensjúkdómalæknis á HSu.  Ágúst Örn Sverrisson er sérfræðingur í lyflækningum og sérfræðingur í hjartasjúkdómum og er hann yfirlæknis sjúkrasviðs og sinnir hjartalæknisþjónustu bæði á sjúkrasviði og göngudeild.  Hann gerir áreynslupróf, hjartaómskoðanir, 24 klst. blóðþrýstingsmælingar og Holter rannsóknir eða hjartsláttarathuganir.  Hann hefur því göngudeild hjartasjúkdóma og stýrir henni.  Sigurjón Vilbergsson sérfræðingur í almennum lyflækningum og meltingafærasjúkdómum starfar einnig við stofnunina og er með móttöku meltingasérfræðings, gerir speglanir á Selfossi eftir því sem þurfa þykir.  Aðalsteinn Guðmundsson sérfræðingur í almennum lyflækningum og öldunarlækningum hefur verið ráðgefandi við stofnunina á árinu, er með móttöku, ráðgjöf við lækna og tekur hann sérfræðimóttöku læknis. Myndgreiningarþjónusta er veitt frá Landspítala háskólasjúkrahúsi og er Kristján Róbertsson, röntgenlæknir stjórnandi þeirrar þjónustu.
Barnalæknir hefur verið starfandi við stofnunina um áraraðir og á síðasta ári lét Björn Hjálmarsson af störfum og mun Eygló Sesselja Aradóttir, sérfræðingur í barnalækningum hefja störf á fljótlega, í afleysingar til að byrja með og með von um að barnalæknisþjónusta verði tryggð á HSu skv. stefnumótunarvinnu stjórnenda. 
Augnlæknar koma reglulega á Selfoss og eru það þrír augnlæknar sem skipta með móttöku, Árni Björn Stefánsson, Gunnar Sveinbjörnsson og Jens Þórisson og lítil sem engin bið er eftir viðtali hjá augnlækni. 
Geðlæknirinn  Magnús Skúlason starfar við stofnunina og sinnir almennum geðlækningum fyrir fanga á Litla Hrauni, vistmenn á réttargeðdeildinni á Sogni og sem ráðgefandi geðlæknir á HSu almennt. Honum bætist síðan liðstyrkur er hollendingurinn Don Di Niet mjög reyndur læknir á þessu sviði hefur störf við stofnunina i ágúst 2006.


Af þessari upptalningu er ljóst að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákaflega fjölbreytta starfsemi en á læknasviðinu starfa sérfræðingar í heimilislækningum, námslæknar, sérgreinalæknar í hinum ýmsu fögum eins og háls- nef- og eyrnalækningum, meltingafærasjúkdómum, svæfingalækningum ásamt deyfinga-og verkjameðferð, öldunarlækningum, hjartasjúkdómum, fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, almennum skurðlækningum, augnlækningum.  Læknar sinna sjúklingum á sjúkrasviði en einnig móttöku skjólstæðinga á göngudeildum.