Páskaeggjabingó á Fossheimum

IMG_2279Páskaeggjabingó var haldið á Fossheimum fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn.  Páskaeggin, stór og smá voru gjafir sem fyrirtækin Bónus, Krónan, Góa og Nói Sírius gáfu Fossheimum.  Einn af starfsmönnum Fossheima, Erla Sigurjónsdóttir sjúkraliði stjórnaði bingóinu og af myndunum að dæma skemmtu allir sér konunglega bæði heimilismenn og starfsmenn.