Ósmekklegt athæfi

Læknaritarar á HSu urðu fyrir heldur óskemmtilegri uppákomu á vinnustað sínum í dag. Mikil reykingalykt gaus upp um miðjan dag á vinnustað þeirra og héldu þær að einhver væri að reykja fyrir utan glugga sem reyndist ekki vera.Lyktin hvarf ekki og eftir góða stund kom ástæða lyktarinnar í ljós – einhver sem sennilega hefur átt erindi á stofnunina – hafði kastað frá sér logandi sigarettu inn um opnar dyrnar á skrifstofunni. Má greinilega sjá brunablett á gólfinu þar sem sigarettan lenti. Mikil mildi var að hún lenti ekki í öllu pappírsflóðinu sem er þar.